Reglur

1. Leikið er á minivöllum. Í upphafi er leikið “hraðmót” í 4 liða riðlum. Leiktími á hraðmóti er 2×10 mínútur. Að loknu hraðmóti er raðað í riðla eftir þeim sætum sem lið lenda í í hraðmóti. Leiktími á “aðalmóti” er 2×15 mínútur og er leikhlé 2 mínútur.

2. Félög skulu tilkynna a,b,c,d,e og f hópa í upphafi móts.

3. Ef að lið eru jöfn að stigum þá ræður markamunur. Ef að markamunur er jafn þá ræður innbyrðis leikur liðanna. Ef að sá leikur er jafn þá eru þeir hærri sem að hafa fengið færri mörk á sig. Ef það er einnig jafnt þá ræður hlutkesti.

4. Þjálfurum er óheimilt að færa leikmenn á milli liða.

5. Ef tæpt er á mannskap og nauðsynlegt þykir að færa leikmenn á milli liða þá skal sérstaklega sækja um það til mótsstjórnar.

6. Heimilt er að skipta leikmönnum að vild.

7. Óheimilt er að leika á skrúfutakkaskóm

8. Við hliðarlínu skulu ekki vera aðrir staðsettir en þjálfari, varamenn og liðstjóri. Aðrir áhorfendur skulu vera staðsettir í hæfilegri fjarlægð og sýna af sér jákvæða hegðun, með skemmtilegri hvatningu og jákvæðum köllum.