Sunday 13. August 2017, 12:59
ÓB-mótinu 2017 lokið

ÓB-mótinu 2017 er lokið á Selfossi. Verðlaunaafhending fór fram á JÁVERK-vellinum þar sem efstu þrjú liðin í hverum riðli fengu verðlaunapeninga.

Eftirtalin lið urðu sigurvegarar í sínum riðli.
Bikarkeppni: Selfoss
Jóns Daða deild: Keflavík
Eiðs Smára deild: Höttur
Gylfa Sig. deild: Keflavík
Kolbeins Sigþórs. deild: Keflavík
Jóa Berg deild: Reynir/Víðir
Arons Einars deild: Þór
Alfreðs Finnboga deild: Selfoss
Njarðvík fékk háttvísiverðlaun KSÍ heiðarlega framkomu keppenda á mótinu.

Knattspyrnudeild Selfoss vill koma á framfæri þakklæti sínu til keppenda, þjálfara, liðstjóra og foreldra allra liða á mótinu. Strákarnir voru til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan og verðugir fulltrúar sinna félaga. Takk fyrir þátttökuna.Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til vallarstarfsmanna, dómara, sjálfboðaliða og foreldra á mótinu. Ykkar framlag er ómetanlegt og er ein helsta ástæða þess að við getum haldið mótið með þeim glæsibrag og myndarleika sem raunin er. Takk fyrir aðstoðina.

Allt hjálpast þetta að og eftir situr eftirminnileg helgi á Selfossi þar sem fléttast saman keppni, vinátta og góðar minningar. Einstök úrslit, skot, mörk, sigrar og töp líða hjá en eftir situr minningin um frábært mót.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á ÓB-mótinu að ári. Sjáumst á Selfossi 10.-12. ágúst 2018.

Takk fyrir okkur og sjáumst að ári!

Sunday 13. August 2017, 08:47
Góðan sunnudag kæru ÓB-mótsgestir

Keppni  á lokadegi ÓB-mótsins er hafin og sem fyrr leikur veðrið við okkur.

Það er ýmislegt á dagskrá hjá okkur í dag og upp úr klukkan 12:00 byrjum við að grilla pylsur og bjóða upp á drykki fyrir alla keppendur á mótinu.

Verðlaunaafhending hefst stundvíslega klukkan 13:15 á aðalvellinum og verða keppendur ásamt þjálfara/fararstjóra niðri á vellinum en foreldrar og aðrir stuðningsmenn strákanna verða í stúkunni. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í öllum riðlum í öllum flokkum. Einnig verður veitt viðurkenning KSÍ fyrir heiðarlega framkomu á mótinu.

Minnum félög sem eiga eftir að sækja gjafir að nálgast þær í mótsstjórn.

Saturday 12. August 2017, 18:13
Keppni lokið á laugardegi – Sundlaugarpartý í kvöld

Nú er keppni lokið á laugardegi og öll úrslit komin á vefinn undir hlekknum LEIKIR/ÚRSLIT 2017.

Minnum á að sundlaugarpartýið hefst klukkan 20:00 og fararstjórafundur er í Tíbrá (félagsheimilið þar sem sjoppan er) klukkan 21:00.

Svo viljum við að sjálfsögðu óska strákunum í ÍBV til hamingju með bikarmeistaratitilinn í dag.

Saturday 12. August 2017, 18:07
Liðsmyndataka í stúkunni

Strákarnir frá Sporthero.is eru staddir á ÓB-mótinu og tóku liðsmyndir við stúkuna í dag. Þeir verða aftur á ferðinni á morgun til hádegis.

Við hvetjum öll lið til að fara í myndatöku við stúkuna og smella af góðri mynd og skemmtilegri minningu af mótinu.

Friday 11. August 2017, 19:36
Leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag tilbúið

Öll úrslit hraðmótsins í dag eru nú komin á vefinn sem og leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag. Ef einhverjar villur eru í úrslitunum biðjum við fólk að hafa samband við þjálfara eða netfangið saevar@ru.is.

Mótið gekk ljómandi vel í dag og voru strákarnir til mikillar fyrirmyndar innan vallar sem utan. Greinilegt að þarna eru á ferðinni flottir strákar sem eiga framtíðina fyrir sér í boltanum.

Minnum á kvöldvökuna í íþróttahúsi Vallaskóla kl. 20 í kvöld og svo hefst mótið aftur kl. 9:00 á morgun með bíósýningu fyrir lið í Alfreðs-deild og Arons-deild. Keppni í knattspyrnu hefst á JÁVERK-vellinum kl. 9:30 hjá liðum í Kolbeins-deildinni og Jóa Berg-deildinni.

Takk fyrir í dag og sjáumst hress á vellinum á morgun!

Friday 11. August 2017, 18:41
Brúarhlaupið á Selfossi

Brúarhlaupið á Selfossi fer fram á morgun, laugardaginn 12. ágúst, á sama tíma og bæjarhátíðin Sumar á Selfossi og ÓB-mótið í knattspyrnu. Hlaupið er í fallegu umhverfi á göngustígum innan bæjarmarka Selfoss og skapast mikil stemning á Selfossi í tengslum við hlaupið.

Brúarhlaupið á fésbókinni

Hvetjum gesti ÓB-mótsins til að reima á sig hlaupaskóna milli leikja og spretta úr spori í Brúarhlaupinu.

Friday 11. August 2017, 18:17
Kvöldvaka ÓB-Mótsins!!

Í kvöld kl 20:00 verður geggjuð kvöldvaka í íþróttahúsinu við Vallaskóla

Úlfur Úlfur mæta á svæðið og keyra stuðið í gang.

Öllum frjálst að láta sjá sig og taka þátt í steminingunni.

Hlökkum til að sjá ykkur !

Friday 11. August 2017, 17:31
ÓB-mótið 2017 er hafið

ÓB-mótið 2017 er hafið og verður leikið fram til kl. 18:00 í dag.

Formið á mótinu er þannig upp sett að við notum leikina í dag til að getuskipta liðunum fyrir riðlakeppni á laugardaginn og sunnudaginn. Þar af leiðandi getum við ekki sett inn leikjaplanið fyrir laugardag og sunnudag fyrr en eftir að leikjunum lýkur í dag. Við munum setja leikjaplanið hér inn á heimasíðuna um leið og það liggur fyrir.Mikilvægt er að þjálfarar renni yfir að öll úrslit hjá sínum liðum hjá mótsstjórn að loknum fyrsta degi til að uppröðun á riðlakeppni sé 100% rétt.

Öll lið í hverjum styrkleika fyrir sig spila leikina á laugardeginum á sama tíma.

Tímasetningar á fyrstu leikjum hjá liðum á laugardaginn
Klukkan 9:30 eru fyrstu leikir í Kolbeins deild og Jóa Berg deild
Klukkan 10:10 eru fyrstu leikir í Eiðs Smára deild og Gylfa Sig. deild
Klukkan 10:50 eru fyrstu leikir í Jóns Daða deild
Klukkan 11.30 eru fyrstu leikir í Alfreðs deild og Arons Einars deild

Friday 11. August 2017, 12:56
ÓB-mótið á fésbókinni

Vekjum athygli á að ÓB-mótið er á fésbókinni.

ÓB-mótið á Selfossi

Friday 11. August 2017, 10:50
Gisting og armbönd

Við viljum vekja athygli á því að allir sem eru með armbönd, bæði leikmenn og liðsstjórar, eru með aðgang að Sundhöll Selfoss meðan mótið er í gangi.

Einnig eru hér fyrir neðan upplýsingar um númer á skólastofum sem félögin koma til með að gista í Vallaskóla sem og upplýsingar um klefa sem félögin nota þegar sundlaugarpartýið fer fram.

Félag Gisting í Vallaskóla Sundlaug klefar
Álftanes Selið Inni kk
Hamar/Hrunamenn Gista ekki Inni kk
Höttur Stofa 17 Inni kk
ÍBV Stofur 24-25 Inni kk
ÍR Stofur 22-23 Inni kvk
Keflavík Stofur 28-29-30 Inni kvk
Kormákur Stofa 21 Inni kvk
Njarðvík Stofa 16 Inni kvk
Reynir Víðir Stofa 19 Inni kvk
Selfoss Gista ekki Úti kvk
Sindri/Neisti Stofa 20 Úti kvk
Skallagrímur Stofa 18 Úti kvk
Valur Stofur 31-32 Úti kk
Þór Stofur 26-27 Úti kk

« Prev - Next »