Friday 10. August 2018, 12:05
Kvöldvakan á laugardaginn!

Kvöldvakan árlega verður haldin í Vallaskóla á laugardaginn kl 20:00

DJ mætir á svæðið og kemur strákunum í gírinn áðuren að hinir geggjuðu BMX-Bros kíkja við og sýna listir sínar

Friday 10. August 2018, 08:32
Olísmótið er á fésbókinni

Vekjum athygli á að Meistaradeild Olís er á fésbókinni.

Meistaradeild Olís á Selfossi

Thursday 9. August 2018, 18:35
Gisting liða í skóla og armbönd

Nú fer að veislan að byrja en hraðmótið hefst kl. 14:00 á morgun, föstudaginn 10. ágúst.

Best væri ef þjálfari/liðstjóri komi í mótsstjórn í Tíbrá og fái armbönd fyrir sitt lið.

Við viljum vekja athygli á því að allir  bæði leikmenn og liðsstjórar eru með aðgang að Sundhöll Selfoss meðan mótið er í gangi.

Einnig eru hér fyrir neðan upplýsingar um númer á skólastofum sem félögin koma til með að gista í Vallaskóla sem og upplýsingar um klefa sem félögin nota þegar sundlaugarpartýið fer fram.

Félag Gisting í Vallaskóla Sundlaug klefar
Álftanes Selið Inni kk
Grotta Stofa 22 Inni kk
Grindavík Stofa 16 Inni kk
Hamar/Ægir Gista ekki Inni kk
Höttur Gista ekki Inni kk
ÍBV Stofur 28-29 Inni kk
ÍR Stofur 30-31 Inni kvk
ÍBU Stofa 17 Inni kvk
KA Stofa 20 inni kvk
Keflavík Stofur 21 Inni kvk
KFR Gista ekki Inni KVK
Njarðvík Stofa 18 Inni kvk
Reynir/Víðir Stofa 32 Úti  kvk
Selfoss Gista ekki Úti kvk
Sindri/Neisti Stofa 19 Úti kvk
Valur Stofur 25-26 Úti kk
Þór Stofur 23-24 Úti kk

 

Thursday 9. August 2018, 15:17
Jói P og Króli mæta í sundlaugapartý

Sundlaugapartýið hefur verið fært yfir á föstudaginn kl. 20:00 (sundlaugin opnar kl. 19:45).

Langvinsælustu tónlistarmenn Íslands þessa dagana, Jói P og Króli, mæta á svæðið og gera allt brjálað ásamt DJ

Thursday 9. August 2018, 08:18
Bíó 2018 – Hótel Transylvania

Öllum þátttakendum er boðið í bíó á Selfossi eins og fyrri ár. Vorum að heyra í snillingunum í Bíóhúsinu og þeir ætla að vera með geggjaða mynd fyrir okkur. Myndin sem varð fyrir valinu þetta árið er Hótel Transylvania.

Niðurröðun í bíó:
Kl. 9:00 B-Lið
Kl. 11:00 C-Lið
Kl. 13:00 A-Lið
Kl. 15:00 D-Lið

Mikilvægt að liðin mæti á uppgefnum tíma í bíó.

Vinsamlegast athugið að veitingar í í bíóinu eru ekki innifaldar í mótsgjaldinu en Bíóhúsið býður upp á eftirfarandi tilboð. Liðin verða sjálf að útvega sínum mönnum hressingu í bíó.

Fótboltatilboð í bíó!

Tilboð 1 – Lítið popp og gos – kr. 600,-

Tilboð 2 – Lítið popp, lítið gos & hraun – kr. 750,-

Það væri mjög  gott að fólk myndi panta fótboltatilboðin á netfangið biohusid@biohusid.is eða fara á staðinn og ganga frá því tímanlega áður en bíóið byrjar til að forðast raðir og troðning.

Wednesday 8. August 2018, 14:57
Leikjaplan fyrir hraðmót 2018 klárt (föstudagur)

Það styttist í að flautað verði til leiks í Meistaradeild Olís á Selfossi þetta árið. Hægt er að skoða leikjaplanið fyrir föstudaginn á flipanum Leikir/Úrslit 2018.

Leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag mun svo birtast hér á síðunni á föstudagskvöld, en raðað verður í riðla eftir úrslitum á hraðmóti.

Wednesday 1. August 2018, 11:30
Meistaradeild Olís – Selfossi

Nú styttist í mótið okkar og allt að verða klárt!

Einhverjar spurningar hafa verið um fyrirkomulag leikja á mótinu en spilaður verður 8 manna bolti eins og á Íslandsmótinu.

Hlökkum til að sjá ykkur á svæðinu.

Thursday 12. July 2018, 11:44
Er þitt lið búið að skrá sig á ÓB-mótið 2018?

Meistaradeild ÓB er fyrir knattspyrnustjörnur 5. flokks karla. Allir bestu fótboltamennirnir vilja spila í Meistaradeildinni. Hvað um þig?

Nú þegar eru komin þó nokkur lið en pláss fyrir nokkur í viðbót. Valur, Keflavík, Þór Akureyri, ÍR, Grótta, KA, Selfoss, Höttur, Grindavík, Reynir/Víðir, Álftanes, ÍBV, KFR, Sindri og Hamar/Ægir.

Knattspyrnudeild Selfoss heldur knattspyrnumótið Meistaradeild ÓB í fjórtánda  sinn 2018. Mótið verður haldið helgina 10.-12. ágúst á Selfossi og er ætlað fyrir stráka í 5. flokki. Lið sem mæta með fjögur lið eða fleiri fá frítt hótelherbergi fyrir þjálfara sinn á meðan mótið stendur.

Fyrirkomumulag mótsins verður með þeim hætti að á föstudag verður spilað hraðmót (þrír leikir á lið) til þess að getuskipta liðunum. Laugardag og sunnudag verður spiluð riðlakeppni (fimm leikir á lið).

Skráning:
Þátttökutilkynningu skal senda á netfangið knattspyrna@umfs.is eða saevar@ru.is.

Mikilvægt er að eftirfarandi upplýsingar komi fram:
– Nafn félags og fjöldi liða
– Fjöldi þátttakendda í hverju liði
– Tengiliður félags vegna mótsins (farsími og netfang)

Staðfestingargjald:
Hvert lið þarf að greiða kr. 10.000 í staðfestingargjald (fyrir hvert lið, þar að segja a-lið, b-lið o.s.frv.) inn á reikning 0586-26-994, kt 690390-2569. Til að tryggja sér þátttöku er best að skrá liðið sitt og borga staðfestingagjaldið sem fyrst, gjaldið mun að sjálfsögðu ganga upp í þátttökugjaldið.

Þátttökugjald:
Þátttökugjald er kr. 14.000 fyrir hvern þátttakanda. Frítt er fyrir einn þjálfara/liðstjóra frá hverju liði, það er að segja einn hjá a-liði, einn hjá b-liði o.s.frv.

Innifalið í þátttökugjaldi er:
– Morgunverður laugardag og sunnudag
– Hádegismatur laugardag
– Kvöldverður föstudag og laugardag
– Kvöldhressing föstudag og laugardag
– Gisting í skólastofu
– Bíóferð
– Sundlaugarpartý með skemmtiatriði
– Kvöldvaka
– Átta stórskemmtilegir fótboltaleikir

Mótið er núna haldið í fjórtánda sinn og er alltaf að verða flottara.

Keppendur, þjálfarar og foreldrar hafa verið mjög ánægðir með mótið.

Nánari upplýsingar veita Sævar í síma 781-9500 og Sveinbjörn í síma 897-7697.

Monday 21. August 2017, 14:31
Flott myndband af ÓB-mótinu 2017

Vinir okkar hjá ÓB settu saman skemmtilegt myndband af ÓB-mótinu 2017.

Friday 18. August 2017, 09:22
Myndir af ÓB-mótinu

Allar myndir af ÓB-mótinu má nú finna á heimasíðu Sporthero.is.

« Prev - Next »