Friday 10. August 2018, 19:21
Leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag tilbúið

Öll úrslit hraðmótsins í dag eru nú komin á vefinn sem og leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag. Ef einhverjar villur eru í úrslitunum biðjum við fólk að hafa samband við þjálfara eða netfangið knattspyrna@umfs.is.

Mótið gekk ljómandi vel í dag og voru strákarnir til mikillar fyrirmyndar innan vallar sem utan. Greinilegt að þarna eru á ferðinni flottir strákar sem eiga framtíðina fyrir sér í boltanum. Einnig viljum við þakka þjálfurum og foreldrum fyrir afar ánægjulegan dag með okkur á vellinum.

Minnum á sundlaugarpartýið í Sundhöll Selfoss kl. 20 í kvöld og svo hefst mótið aftur klukkan 9:00 með keppni hjá D-liðum. Á sama tíma er bíósýning fyrir B-lið. Sjá nánar upplýsingar um bíóferðir.

Takk fyrir í dag og sjáumst hress á JÁVERK-vellinum á morgun!