Sunday 12. August 2018, 08:45
Keppni að hefjast á lokadegi Olísmótsins

Keppni á lokadegi Olísmótsins er að hefjast í þessu líka milda veðri hér á Selfossi.

Við viljum vekja athygli á að eftir að úrslit gærdagsins birtust á vefnum hafa orðið breytingar í riðli eitt hjá B-liðum og riðli eitt hjá C-liðum. Í báðum tilfellum víxluðust úrslit en þau hafa nú verið leiðrétt. Biðjumst við velvirðingar á þessum mistökum.

Það er ýmislegt á dagskrá hjá okkur í dag og upp úr klukkan 12:00 byrjum við að grilla pylsur og bjóða upp á drykki fyrir alla keppendur á mótinu.

Verðlaunaafhending hefst stundvíslega klukkan 13:15 á aðalvellinum og verða keppendur ásamt þjálfara/fararstjóra niðri á vellinum en foreldrar og aðrir stuðningsmenn strákanna verða í stúkunni. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í öllum riðlum í öllum flokkum. Einnig verður veitt viðurkenning KSÍ fyrir heiðarlega framkomu á mótinu.

Minnum félög á að sækja gjafir fyrir strákana í mótsstjórn. Vinsamlegast athugið að gjafir eru afhentar hverju félagi í einu lagi.

Góða skemmtun á JÁVERK-vellinum í dag og megi fegurð knattspyrnunnar njóta sín jafnt hjá leikmönnum sem stuðningsmönnum.