Monday 3. September 2018, 08:04
Er þitt lið búið að skrá sig á Olísmótið 2019?

Meistaradeild Olís er fyrir knattspyrnustjörnur 5. flokks karla. Allir bestu fótboltamennirnir vilja spila í Meistaradeildinni. Hvað um þig?

Knattspyrnudeild Selfoss heldur knattspyrnumótið Meistaradeild Olís í fimmtánda sinn 2019. Mótið verður haldið helgina 9.-11. ágúst á Selfossi og er ætlað fyrir stráka í 5. flokki. Lið sem mæta með fjögur lið eða fleiri fá frítt hótelherbergi fyrir þjálfara sinn á meðan mótið stendur.

Fyrirkomumulag mótsins verður með þeim hætti að á föstudag verður spilað hraðmót (þrír leikir á lið) til þess að getuskipta liðunum. Laugardag og sunnudag verður spiluð riðlakeppni (fimm leikir á lið).

Spilaður er átta manna bolti eins og á Íslandsmóti á frábærum völlum. Meðal þeirra er JÁVERK-völlurinn sem er einn besti völlur landsins.

Skráning:
Þátttökutilkynningu skal senda á netfangið knattspyrna@umfs.is.

Mikilvægt er að eftirfarandi upplýsingar komi fram:
– Nafn félags og fjöldi liða
– Fjöldi þátttakenda í hverju liði
– Tengiliður félags vegna mótsins (farsími og netfang)

Staðfestingargjald:
Hvert lið þarf að greiða kr. 15.000 í staðfestingargjald (fyrir hvert lið, þar að segja a-lið, b-lið o.s.frv.) inn á reikning 586-26-994, kt 690390-2569. Til að tryggja sér þátttöku er best að skrá liðið sitt og borga staðfestingagjaldið sem fyrst. Gjaldið mun að sjálfsögðu ganga upp í þátttökugjaldið.

Þátttökugjald:
Þátttökugjald er kr. 14.000 fyrir hvern þátttakanda. Frítt er fyrir einn þjálfara/liðstjóra frá hverju liði, það er að segja einn hjá a-liði, einn hjá b-liði o.s.frv.

Innifalið í þátttökugjaldi er:
– Morgunverður laugardag og sunnudag
– Hádegismatur laugardag
– Pylsupartí sunnudag
– Kvöldverður föstudag og laugardag
– Kvöldhressing föstudag og laugardag
– Gisting í skólastofu
– Sundlaugarpartý með skemmtiatriði
– Kvöldvaka – Leyniatriði
– Frítt í sund fyrir keppendur á meðan á mótinu stendur
– Bíóferð
– Átta stórskemmtilegir fótboltaleikir

Mótið er núna haldið í fimmtánda sinn og er alltaf að verða flottara.

Keppendur, þjálfarar og foreldrar hafa verið mjög ánægðir með mótið.

Nánari upplýsingar veita Ingi Rafn í síma 869-1910 og Sveinbjörn í síma 897-7697.